Einstakar upplifanir búa til einstakar minningar

Einstakar upplifanir verða til við samspil margra jákvæðra hluta. Staðsetning Skógarbaðanna er einstök. Gestir baða sig innan um birki og grenitré, upplifa kyrrðina og orkuna í Vaðlaskógi, skóginum sem umlykur böðin og njóta útsýnis yfir einn lengsta fjörð á Íslandi, Eyjafjörð.

01

Black Friday og Cyber Monday tilboð af gjafabréfum í Skógarböðin

Í tilefni að afsláttardögunum “Black Friday” og “Cyber Monday” ætlum við hjá Skógarböðunum að bjóða eftirfarandi tilboð. Tilboðin taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til miðnættis mánudaginn 2.des.

Tilboðin verða í gildi á vefnum, hjá okkur í afgreiðslunni í Skógarböðunum og einnig á Glerártorgi.

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

Vetrarkort
02

Vetrarkort 2024-2025

Vetrarkortin eru komin í sölu.

3 mán kort 34.990 kr.

6 mán kort 58.990 kr.

9 mán kort 67.990 kr.

Laugar
03

Laugarnar

Laugarnar hjá okkur eru tvær. Stærri laugin er um 530m2 og hitinn er um 37°C, hún hefur tvo bari sem hægt er að synda að og innanhúss aðgengi ofaní laugina. Minni laugin er 53m2 og hitinn er um 40°C.

Kaldur pottur
04

Kaldi potturinn

Við hliðina á sánunni erum við með kaldan pott. Hitastigið á honum er um 12°C. Við hvetjum fólk til þess að upplifa heilsufarslega ávinninginn af því að nýta sánuna og kalda pottinn til skiptis.

Þurrsána
05

Finnsk þurrsána

Ólíkt hefðbundnu gufubaði þá nýtir sánan hjá okkur þurran hita, en ekki gufu og raka. Rakanum hjá okkur er haldið í um 20% og hitanum í kringum 80°C. Meðan þú situr í sánunni og nýtur ávinningsins af þurr hitanum, þá munt þú njóta útsýnis yfir fjörðinn og fjöllin sem umlykja hann. Mundu bara að vera í sundfötunum þínum.

Bistro & Bar
06

Skógur Bistro

Mikilvægur partur af upplifuninni hjá okkur er að borða á Skógi Bistro. Ef þú ert manneskja sem nýtur þess að borða góðan mat í framandi umhverfi, þá viltu ekki missa af þessu. Með útsýni yfir Eyjafjörð, eld í arninum og viðarklæðninguna á veggjunum, Skógur bistro hefur allt sem þú þarft til að hámarka upplifunina hjá okkur.

07
top decortop decor line

Staðsetning

Við erum staðsett í Eyjafjarðarsveit við rætur Vaðlaheiðar í einungis 5 mín akstursfjarlægð frá miðbæ Akureyrar.

Frá miðbæ Akureyrar

Áætlaður tími 5 mín

3.6 km

Frá Reykjavík

Áætlaður tími 4 klst akstur

391 km

Frá Egilsstöðum

Áætlað 3 klst akstur

245 km

Map 1

Aðgangseyrir

Aðgangseyrir í Skógarböðin

Aðgangur í Skógarböðin

Handklæði eru ekki innifalin í verði en hægt að leigja þau fyrir 900kr.

Börn á aldrinum 6 - 15

3,450 ISK

€NaN

$NaN

coupon leftcoupon right

Fullorðnir

6,990 ISK

€NaN

$NaN

coupon leftcoupon right

Börn 5 ára og yngri

Free

coupon leftcoupon right

Eldriborgarar og öryrkjar

5,250 ISK

€NaN

$NaN

coupon leftcoupon right

Njóttu Skógarbaðanna

Það var lagt mikið uppúr öllum smáatriðum þegar verið var að hanna Skógarböðin. Markmiðið er að gestir upplifi útsýnið frá böðunum yfir Eyjafjörðin og Eyjafjarðarsveit, og finni orkuna sem stafar frá Vaðlaskógi, sem umlykur böðin.

  • Einstök náttúra og hönnun
  • Frábær aðstaða
  • Fræbær aðstaða

Einstök náttúra og hönnun

Einstök náttúra og hönnun
Drykkir og léttar veitingar
Drykkir og léttar veitingar

Umfjöllun um Skógarböðin

Skógur Bistro

Veitingastaðurinn okkar

Á Skógur Bistro færðu léttar og góðar veitingar í þæginlegu umhverfi. Arineldur og magnað útsýni.

Njóttu kyrrðarinnar í Skógarböðunum

Bókaðu aðgang