Skilmálar
Við hlökkum til að taka á móti þér og minnum á að allir gestir skulu fara eftir eftirfarandi skilmálum.
1
Verð sem birt er á heimasíðunni okkar eru breytileg og áskiljum við okkur rétt til þess að breyta þeim án fyrirvara. Í öllum verðum sem gefin eru upp eru innifalin VSK og þjónustugjöld. Þegar pantað er á vefnum skal viðskiptavinur greiða alla upphæðina og nota til þess gilt greiðslukort.
2
Eftir að pöntun hefur átt sér stað munt þú fá miðann þinn sendan í gegnum tölvupóst. Miðinn er með strikamerki sem er skannað af starfsmanni Skógarbaðanna þegar þú mætir í böðin. Ef þú færð ekki tölvupóstinn þá hvetjum við þig til þess að senda okkur tölvupóst á info@forestlagoon.is. Hægt er að prenta miðann út eða vista hann í síma eða spjaldtölvu. Skógarböðin áskilja sér þann rétt að fara fram á aðili sem skráður er fyrir miðanum sýni skilríki og þá skal hann framvísa gildu skilríki með mynd.
3
Miðinn þinn tryggir þér aðgang að Skógarböðunum á ákveðnum tíma og degi. Böðin geta eingöngu tekið á móti ákveðnum fjölda gesta á hverjum tíma svo ef þú mætir seint er ekki hægt að tryggja það að þú komist ofan í, og í þeim tilvikum ógildist miðinn. Ekki er hægt að fara fram á endurgreiðslu í þeim tilvikum.
4
Viljir þú gera breytingar á bókuninni þinni eða hætta við hana, vinsamlegast sendu tölvupóst á info@forestlagoon.is. Mikilvægt er að taka fram bókunarnúmerið þitt. Ekki er hægt að breyta dagsetningu á miðanum eftir að upprunaleg dag- eða tímasetning er liðin.
5
Aðgöngumiðum er hægt að breyta eða þeir endurgreiddir í formi gjafabréfa í samræmi við afbókunarskilmála Skógarbaðanna:
Afbókunarskilmálar fyrir 1-9 gesti
Ef afbókað er með minna en sólahrings (24 klst.) fyrirvara er engin endurgreiðsla í boði.
Afbókunarskilmálar fyrir hópa
• 10-30 gestir - afbókun þarf að fara fram fjórum dögum (96 klst.) fyrir komu.
• 31-50 gestir - afbókun þarf að fara fram viku fyrir komu.
• 51- 80 gestir - afbókun þarf að fara fram tveimur vikum fyrir komu.
6
Skógarböðin áskilja sér rétt til þess að neita viðskiptavinum um aðgang eða fjarlægja einstaklinga úr böðunum:
- Ef einstaklingur sýnir ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki eða öðrum gestum.
- Ef einstaklingur hefur notað ógnandi eða móðgandi orðalag eða hagað sér á þann hátt að upplifun annarra truflast.
- Ef einstaklingur virðist vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Starfsfólk Skógarbaðanna áskilur sér þann rétt að mæla áfengismagn og nota áfengismæli ef einstaklingar virðast vera undir áhrifum. Ef niðurstöður mælisins sýna að áfengismagn sé yfir 0.08% fær viðskiptavinur ekki aðgang að böðunum. Einnig geta starfsmenn neitað að afgreiða viðskiptavini á barnum gegn sömu skilyrðum. Það að neita að blása í áfengismæli ógildir miðann. Ef einstaklingur er kominn ofan í og neitar að blása í mælinn, er honum vísað upp úr.
- Í þessum tilvikum er engin endurgreiðsla í boði fyrir viðskiptavini.
7
Börn yngri er 12 ára hafa ekki aðgang að böðunum eftir kl. 20:00 og skulu því vera farin upp úr fyrir það.
8
Börn yngri en 16 ára verða að vera í fylgd með ábyrgðaraðila sem hefur náð að minnsta kosti 18 ára aldri.
Ungmenni undir 18 ára mega ekki vera ofan í eftir kl. 22 á kvöldin nema í fylgd með forráðamanni sem er þá foreldri, stjúpforeldri, amma, afi eða maki.
Börn sem eru ósynd verða að vera með kúta af öryggisástæðum. Ábyrgðaraðili skal hafa eftirlit með börnum öllum stundum. Starfsfólk Skógarbaðanna getur farið fram á að ábyrgðaraðili eða barn sýni gild skilríki sem staðfesta aldur. Ef viðskiptavinur neitar að sýna skilríki hefur starfsmaður heimild til að neita þeim einstaklingi aðgang að böðunum.
9
Vatnshitinn í Skógarböðunum er á bilinu 37-40°C (100-104F), þó það geti verið mismunandi eftir veðri. Við erum einnig með heitari laug (40-42°C), finnska þurrsánu og kalda laug (12°C). Gestir eru á eigin ábyrgð í böðunum, þannig að ef gestir ættu ekki af heilsufarslegum ástæðum að fara ofan í þá mælumst við gegn því að þeir geri það. Einnig minnum við á að af ýmsum ástæðum er heilsuveilu fólki ráðlagt að dvelja ekki of lengi í heitum laugum.
Starfsemi okkar er örugg og hefur fengið viðeigandi leyfi frá yfirvöldum.
10
Viðskiptavinir bera fulla ábyrgð á eigin öryggi og öryggi barna í umsjá þeirra. Skógarböðin afsala sér ábyrgð á tjóni, skemmdum, slysum, veikindum, breytingum af völdum veðurs, verkfalla eða hvers kyns utanaðkomandi aðstæðum sem fyrirtækið hefur ekki stjórn á og vegna útgjalda af einhverjum af þessum ástæðum. Allt slíkt tap og kostnaður er persónuleg ábyrgð gestsins. Þeir gestir sem týna aðgangsarmbandinu sínu verða rukkaðir um 5.000 krónur.
11
Skógarböðin afsala sér ábyrgð á verðmætum gesta sem gætu verið stolið, sem glatast eða skemmast í heimsókninni. Gestir sem kaupa vatnsheld símahulstur í afgreiðslu gera það á eigin ábyrgð, Forest Lagoon ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á skemmdum á raftækjum.
12
Athugið að gólf og gangfletir geta verið hál og/eða blaut. Gæta skal varúðar þegar gengið er á blautum svæðum og í stiga.
13
Mundu að drekka nóg af vatni til að forðast vökvatap. Það er ekki leyfilegt að vera með eigin drykkjarföng í böðunum. Leyfilegt hámark áfengra drykkja á hvert armband eru fjórir drykkir. Orkudrykkir eru ekki afgreiddir né seldir til barna yngri en 16 ára, Óáfengir bjórar (léttöl) er ekki afgreitt né selt til þeirra sem eru yngri en 18 ára. Allir drykkir eru afgreiddir í glös. Ekki er leyfilegt að koma með drykki og mat að utan og neyta í Skógarböðunum.
14
Reykingar, notkun tóbaks, nikótínpúða og notkun rafsígaretta eru ekki leyfilegar ofan í böðunum og á lóðinni í kring, þó með þeirri undantekningu að hægt er að nota reykingasvæði sem er við hjólastanda.
15
Skógarböðin bjóða upp á úrvals þjónustu og aðstöðu fyrir gesti með sérþarfir eða fötlun. Starfsfólk okkar mun veita aðstoð eftir þörfum. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband með tölvupósti við info@forestlagoon.is
16
Skylda er að vera í sundfötum (viðeigandi sundfatnaði) meðan þú ert í Skógarböðunum. Fyrir þá sem ekki eiga eða eru ekki með sundföt þá bjóðum við upp á sundföt til leigu í flestum stærðum.
17
Mikilvægt er að virða friðhelgi annarra gesta og skapa ekki óþarfa hávaða eða læti. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum frá starfsfólki Skógarbaðanna til að eiga ekki á hættu á að vera vísað úr böðunum.
18
Símanotkun í klefum er stranglega bönnuð.
Þú mátt taka myndir og myndbönd í Skógarböðunum, en mikilvægt er að fylgja persónuverndarlögum. Myndir sem teknar eru í Skógarböðunum eiga eingöngu að vera til einkanota og ekki notaðar í auglýsingaskyni nema með sérstöku leyfi Skógarbaðanna.
19
Gjafakort eru til sölu hér á heimasíðunni okkar og í móttöku Skógarbaðanna. Athugið að öll gjafakort eru óendurgreiðanleg. Hins vegar er hægt að breyta þeim eða uppfæra gegn gildandi verðskrá.